Ferðaöryggi

Þeir sem eru í samskiptum við ferðamenn þurfa að geta upplýst viðskiptavini sína um hætturnar sem kunna að mæta þeim á ferðalögum um landið.

Þú getur nálgast mikilvægar upplýsingar um ferðaöryggi á safetravel.is.
Bentu viðskiptavinum þínum á að skoða safetravel.is

Veður á Íslandi

Á Íslandi skapast oft hættulegar ferðaaðstæður vegna veðurs, sérstaklega á veturna þegar hvassar vindhviður og úrkoma geta ógnað öryggi ferðamanna. Sem starfsmaður í ferðaþjónustu verður þú að brýna fyrir ferðamönnum að skoða veðurspána reglulega, því veðrið er síbreytilegt og aðstæður geta breyst á örskömmum tíma.

  • Upplýstu viðskiptavini þína um veðuraðstæður og varaðu þá við ef að veðurviðvaranir eru í gildi. Upplýsingar um veðurviðvaranir má nálgast á safetravel.is og í gulum kassa á forsíðu vedur.is þegar þær eru í gildi.
  • Bentu viðskiptavinum þínum á að skoða sérstaklega úrkomu- og vindaspá. Fara þarf varlega ef að vindhraði nær 16 m/s eða meir (sett fram í fjólubláum og rauðum litum á veðurþáttaspá vedur.is) því vindhraði af þessu tagi getur valdið verulegum vandræðum.

Akstur á Íslandi

Ef að viðskiptavinir þínir eru að aka um Ísland á eigin bíl eða bílaleigubíl er mikilvægt að þú bendir þeim á eftirfarandi:

  • Ferðamenn á Íslandi þurfa að fara eftir umferðareglum. Upplýsingar um umferðareglur má nálgast á safetravel.is
  • Ferðamenn geta fylgst með vegalokunum og ferðaaðstæðum á road.is.
  • Að aka um hálendi Íslands krefst þess að ferðamenn hafi reynslu af því að aka í krefjandi aðstæðum auk þess sem að ferðamenn þurfa að vera á vel útbúnum fjórhjóladrifnum bíl (sjá meira á safetravel.is)

Hafðu samband