Viðbrögð við fæðuofnæmi

Talið er að tíundi hver einstaklingur sé með fæðuofnæmi. Ef viðskiptavinur er með fæðuofnæmi þarf að koma því til skila til þeirra sem framreiða matinn.

Mikilvægt er að rugla ekki saman fæðuofnæmi og fæðuóþoli.

Fæðuóþol á við óþægindi sem fólk finnur fyrir, ef það borðar ákveðna fæðu. Afar sjaldan er um lífshættuleg tilvik að ræða.

Fæðuofnæmi er ástand sem kemur fram þegar ónæmiskerfi líkamans bregst ranglega við efnum sem neytt er. Meðal algengustu ofnæmisvalda eru mjólk, egg, glúten, hnetur, soya, fiskur og skelfiskur.

Viðbrögð líkamans vegna fæðuofnæmis geta verið mjög ólík: Sumir fá væg einkenni en aðrir fá mjög alvarleg einkenni sem geta jafnvel verið lífshættuleg. Því skiptir sköpum að kunna að bregðast rétt við. Hringja þarf á sjúkrabíl (112) og fylgja leiðbeiningum starfsmanna neyðarlínunnar.

Upplýsingar um væg og alvarleg einkenni fæðuofnæmis

Adrenalín-sprautur

Fólk sem er með fæðuofnæmi er yfirleitt með aðdrenalín-sprautu á sér sem hægt er að nota í bráðatilfellum. Oftast geymir fólk þær í vösum eða töskum, en þær eru aðeins notaðar samkvæmt læknisráði.

Hvernig eru aðdrenalín-sprautur notaðar?

  • Fjarlægja þarf öryggispinna (oftast blár eða rauður á litinn).
  • Sprautan er sett á utanvert lærið. Sprautan nær að fara í gegnum fatnað.
  • Ýta þarf fast þangað til að heyrist smellur.
  • Halda þarf sprautinni kyrri í nokkrar sekúndur áður en hún er fjarlægð.
  • Nudda þarf svæðið þar sem sprautað var til að dreifa efninu betur.

Staðreyndir um fæðuofnæmi

Hafðu samband