Þrif á snyrtingum

  • Settu hrein handklæði eða fylltu á einnota pappírsþurrkur, eftir því sem við á.
  • Tæmdu allt rusl.
  • Þvoðu og sótthreinsaðu handlaug, blöndunartæki og salernisskál vel með viðeigandi hreinsiefnum og með sitthvorri tuskunni. Mikilvægt er að þrífa vel og sótthreinsa salernisskálina bæði að utan og innan. 
  • Fjarlægðu hár úr niðurföllum/svelgjum.
  • Pússaðu spegilinn með hreinum klút og passaðu að skilja ekki eftir tuskuför eða ský.
  • Passaðu að það sé nóg til af salernispappír og fylltu á sápu.
  • Þvoðu gólfið og farðu vel út í öll horn, meðfram og á bak við salernisskál.
  • Þurrkaðu af og sótthreinsaðu innstungur og rofa.

Hafðu samband