Ráð fyrir árangursrík samskipti

  • Oft er gott að hefja samtal með því að spyrja viðskiptavininn spurningu um hann sjálfan, t.d. hvernig hann hafi það, hvaðan hann sé eða hvaðan hann hafi fengið hugmyndina um að koma til Íslands. 
  • Meginreglan er sú að samtalið á að snúast um viðskiptavininn og er gjarnan talað um að hann eigi að tala 70% af tímanum á meðan sá sem veitir þjónustuna tali aðeins 30% af tímanum. 
  • Það getur reynst gott að deila ákveðnum staðreyndum um þig þegar þú spjallar við viðskiptavin, t.d. að þú hefur heimsótt heimalandið hans. Þannig getur þú komið af stað skemmtilegu og nokkuð persónulegu samtali, en forðastu þó að tala mikið um þínar eigin skoðanir og viðhorf, sérstaklega í tengslum við stjórnmál.
  • Annað sem þú skalt forðast er að snerta viðskiptavini.

Virk hlustun

Virk hlustun er einnig mikilvægur þáttur í árangursríkum samskiptum. Virk hlustun felur í sér að þú einbeitir þér að því sem viðskiptavinurinn er að segja og hlustir vandlega, bæði á það sem er sagt í orðum og það sem hægt er að lesa úr líkamstjáningu og svipbrigðum. Hafðu eftirfarandi í huga:

  • Ekki grípa fram í fyrir viðskiptavininum.
  • Spurðu spurninga til að sýna áhuga á því sem viðskiptavinurinn er að segja og tryggja að þú skiljir hann.
  • Vertu með hugann í samtalinu og ekki reyna að flýta því.
  • Gefðu til kynna að þú sért að hlusta með því að kinka kolli eða segja „mm“ inn á milli.

Hafðu samband