Vín

Vín skiptist í nokkrar undirtegundir og þar ber helst að þekkja rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín. Ýmislegt þarf að hafa í huga sem gefur víni einkenni eins og þrúgur, landsvæði, framleiðsluaðferð og fleira. Kynntu þér vel hvaða vín er í boði á þínum veitingastað og mikilvægt er að geta mælt með víni sem passar við rétti á matseðli.

Þegar gestir kaupa vínflösku er þeim boðið að lykta af og smakka vínið. Tilgangurinn með því er að kanna hvort vínið sé skemmt. Þá gæti vínið verið oxað, sem getur skilað sér í súru eða jafnvel bragðlausu víni, eða korkað sem myndar sterka myglulykt af tappa og víni. Ef þú sérð að tappinn er þurr og molnar jafnvel við það að opna flöskuna, eða ef þú sérð að vökvi hefur náð að leka niður tappann, er líklegt að vínið sé skemmt.

Almennt um pörun á víni og mat

  • Alkóhólríkt vín passar með feitum mat, létt vín með léttum mat.
  • Súr matur kallar á sýruríkt vín.
  • Sætur matur er parað með sætu víni.
  • Með krydduðum mat er best að hafa létt, sætt eða ávaxtaríkt vín.
  • Saltur matur er parað með víni með sætleika, miklum ávaxtakeim eða sýru.
  • Beiskur mat þarfnast víns sem er sætt eða með ávaxtakeim.

Bjór

Í bjórgerð er talað um yfirgerjaðan og undirgerjaðan bjór, en í daglegu tali er rætt um öl (ale) annars vegar og lager hins vegar og fjöldinn allur af undirtegundum er til. Kynntu þér hvaða bjórtegundir eru í boði hjá þínu fyrirtæki.

Hafðu samband