Hvers vegna að innleiða málstefnu?
- Með því að innleiða Málstefnu á vinnustöðum tryggjum við að íslensk tunga haldist lifandi um leið og stefnan styður starfsfólk, sveitarfélög og fyrirtæki í að viðhalda menningarlegum áreiðanleika.
- Málstefna tengist aðgerðum til að hafa áhrif á málnotkun og viðhorf til tungumála og inniheldur skýrar leiðbeiningar um hvaða tungumál eigi að nota, hvenær og í hvaða aðstæðum.
- Málstefna stuðlar einnig að auknu virði, gagnsemi og tilgangi íslenskunnar hjá fyrirtækjum.
Stafrænt vinnusvæði Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
Það þurfa ekki allir að finna upp hjólið. Sniðmát um málstefnu er góður leiðarvísir sem stjórnendur geta breytt og aðlagað að sínu fyrirtæki.
Skjölin sem stjórnendur hafa breytt og vistað á stafræna vinnusvæðinu eru alltaf aðgengileg síðar til að aðlaga eftir þörfum. Einnig er hægt að bjóða öðrum aðgang að skjölunum sem eru á vinnusvæðinu, annað hvort til að vinna í þeim saman eða ef ske kynni að nýr starfsmaður taki við af stjórnanda.
Að lokum er annað hvort hægt að hlaða niður tilbúnu skjali í PDF eða vista slóð að skjalinu sem vefpart á heimasíðu eða innri vef fyrirtækisins.