Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 4. desember frá 11:00-12:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook. 

Hvort sem þú ert starfandi í ferðaþjónustu, áhugamanneskja um íslensku eða einfaldlega forvitin um hvernig við getum stutt og styrkt íslenskuna, þá er þessi viðburður fyrir þig.

Góðir gestir flytja erindi:

Viltu tala íslensku við mig? Íslenskuþorp í ferðaþjónustu um land allt.

Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins.

“Það skilja allir ensku”

Harpa Björg Guðfinnsdóttir, mannauðsstjóri hjá Reykjavik Sightseeing og tengdum félögum

Við „megum og eigum“ að efla íslenskuna

Nichole Leigh Mosty, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðþjónustunnar.

“Þau vilja ekki læra íslensku”Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu íslensku á vinnustað

Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ.

Fundarstjóri: Þuríður Aradóttir Braun, forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness

Skráning á viðburð

Hafðu samband