Hér eru hagnýtar leiðir fyrir stjórnendur til að efla notkun íslensku innan fyrirtækisins
Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið ört og laðar að sér gesti og starfsfólk frá öllum heimshornum. Með því að stuðla að notkun íslensku í ferðaþjónustu varðveitum við ekki aðeins þann einstaka fjársjóð sem felst í tungumálinu, heldur bætum við upplifun gesta og stuðlum að inngildingu innan fyrirtækisins.
Íslenskan með sínar sögulegu rætur og menningarlegu þýðingu, er mikilvægur hluti af arfleifð og sjálfsmynd þjóðarinnar.
Styðja og hvetja starfsfólk til að læra íslensku
Hvetja starfsfólk til að skrá sig í íslenskunám og vera sveigjanleg í að leyfa starfsfólki að sækja, í það minnsta að hluta til íslenskunámskeið á vinnutíma. Aðstoða við fjármögnun og aðgengi að námskeiðum og taka þátt í samfélagslegum tungumálaverkefnum.
1
Nota stafrænar lausnir
Hvetja starfsfólk til að nýta tæknina til að efla notkun íslensku, til dæmis með þýðingarforritum, orðabókum, öppum og öðrum verkfærum til að styðja við samskipti á íslensku.
2
Búa til tungumálamentorakerfi
Pörun á íslenskumælandi starfsfólki við þau sem eru að læra málið er góð leið til að styðja við íslenskunotkun á vinnustaðnum. Slíkt skapar jákvæða menningu í vinnuumhverfi og eflir inngildingu. Læra meira um tungumálamentora hér. https://epale.ec.europa.eu/en/blog/use-language-mentors-enhance-employment-norway
3
Upplýsa erlent starfsfólk
Ganga úr skugga um að nýtt starfsfólk fái upplýsingar um námskeið í íslensku sem hluta af móttökuferli nýliða.
4
Sýnileg íslenska
Ganga úr skugga um að íslenska sé áberandi í öllu prentuðu efni og á skiltum fyrirtækisins.
5
Hvatning til að nota íslensku
Hrósa og veita viðurkenningu til starfsfólks sem notar og styður við notkun íslensku í samskiptum við gesti og samstarfsfólk.
6
Samskipti við viðskiptavini
Hvetja starfsfólk til að heilsa og eiga samskipti við gesti á íslensku fyrst og skipta yfir í annað tungumál ef/þegar þörf er á.
7
Fylgjast með íslenskum miðlum
Hvetja starfsfólk til að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum eins og dagblöðum/vefmiðlum, bókmenntum, útvarpi og sjónvarpi til að bæta tungumálakunnáttu sína, skilja atburði líðandi stundar og tengjast staðbundinni menningu.
8
Þora að gera kröfur
Gera kröfur um lágmarkskunnáttu í íslensku til ákveðinna starfa innan fyrirtækisins. (t.d. móttaka og önnur bein þjónusta við gesti eða birgja).
9