1. Sjálfbær ferðaþjónusta

Fyrirtæki sem stunda sjálfbæra ferðaþjónustu kynna sér og taka ábyrgð á þeim áhrifum sem starfsemi þeirra kann að hafa á umhverfi, efnahag og samfélag. Þau leggja áherslu á að draga úr neikvæðum áhrifum og stuðla að jákvæðum.

Með öðrum orðum, sjálfbær ferðaþjónusta er hvers konar þróun eða starfsemi í ferðaþjónustu sem ber virðingu fyrir umhverfinu, tryggir verndun náttúrulegra og menningarlegra auðlinda til langs tíma og er ásættanleg og réttlát frá félagslegu og efnahagslegu sjónarmiði.

Hafðu samband