3. Samfélagsleg ábyrð

Samfélagsleg áhrif ferðamennsku geta verið fjölþætt. Í neikvæðustu mynd sinni getur ferðaþjónusta skapað óvild heimamanna í garð ferðamanna, en ferðamennska getur líka aukið lífsgæði heimafólks.

Jákvæð áhrif

Aukin ánægja heimafólks, t.d. vegna

  • aukins framboðs á fjölbreyttari þjónustu og afþreyingu
  • sköpun (nýrra) starfa
  • verndun menningarminja

Neikvæð áhrif

Aukin óánægja heimafólks, t.d. vegna

  • álags á innviði sem bitnar á þjónustu fyrir heimafólk
  • hækkun verðlags
  • fjölmenni og troðnings fólks

Fyrirtæki í ferðaþjónustu geta stutt við samfélagið t.d. með því að:

  • gefa vöru og þjónustu til nærsamfélagsins, t.d. bjóða í ferðir eða bjóða fram þekkingu starfsfólks.
  • gefa notaðan búnað til skóla, félaga, hópa o.s.fv.
  • styðja íþróttafélög, náttúruverndasamtök og/eða hjálparsamtök.
  • versla við birgja í nærsamfélagi.

Hafðu samband