Um þriðjung matar á heimsvísu er sóað og nauðsynlegt er að draga úr matarsóun til þess að vernda umhverfið og nýta betur auðlindir.
Starfsfólk í ferðaþjónustu getur spornað gegn matarsóun með því að deila upplýsingum sín á milli um
- hvort gestirnir séu að leifa ákveðnum mat
- hvort minnka megi skammta af einhverju
- hvort ákveðnir réttir séu aldrei/sjaldan pantaðir