4. Úrgangsmál, endurnýting og endurvinnsla

Náttúruauðlindir jarðarinnar eru ekki óendanlegar og því mikilvægt að draga úr þörfinni á nýrri framleiðslu. Til þess þarf að huga að þremur þáttum: Í fyrsta lagi að reyna að draga úr magni úrgangs, í öðru lagi að endurnota það sem hægt er og að lokum endurvinna það sem hægt er að nýta meira.

Minnka úrgang

Hægt er að minnka úrgang t.d. með því að

  • draga úr ónauðsynlegum innkaupum
  • velja endurnýtanlegar vörur
  • velja vörur án eða í sem minnstum umbúðum
  • velja umhverfisvænar vörur

Endurnota

Endurnýting felur í sér að framlengja líftíma hluta, t.d.

  • með því að gefa nothæfa hluti til félaga og samtaka
  • með því að fara með nothæfa hluti í nytjamarkað
  • með því að finna gömlum hlutum nýjan tilgang

Endurvinna

Endurvinnsla kallar á að úrgangur sé flokkaður.

  • Aðferðir endurvinnslu eru ólíkar eftir sveitarfélögum
  • Kynntu þér hvernig flokkun fer fram á þínu svæði.
  • Mikilvægt er að hvetja gesti til flokkunar

Við val á umhverfisvænum vörum er hægt að styðjast við vottanir og merki á vörum og þjónustu. Kynntu þér upplýsingar um vottanir og merki á vef Umhverfisstofnunar.

Dæmi um áreiðanleg umhverfismerki: Svanurinn, Blómið og Blái Engilinn

Hafðu samband