Það þurfa ekki allir að finna upp hjólið og dæmin í sniðmátunum eru góður leiðarvísir sem stjórnendur geta breytt og aðlagað að sínu fyrirtæki.
Dæmi um tilbúin sniðmát sem eru á innri vef eða væntanleg eru:
- Starfsmannahandbók
- Gátlisti fyrir móttöku nýliða
- Öryggisáætlanir fyrir ferðir
- Sjálfbærnistefna
Skjölin sem stjórnendur hafa breytt og vistað á stafræna vinnusvæðinu eru alltaf aðgengileg síðar til að aðlaga eftir þörfum. Einnig er hægt að bjóða öðrum aðgang að skjölunum sem eru á vinnusvæðinu, annað hvort til að vinna í þeim saman eða ef ske kynni að nýr starfsmaður taki við af stjórnanda.
Að lokum er annað hvort hægt að hlaða niður tilbúnu skjali í PDF eða vista slóð að skjalinu sem vefpart á heimasíðu eða á innri vef fyrirtækisins