Upplýsinga- og fræðsluvefurinn goodtoknow.is auðveldar framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar og réttar upplýsingar. Vefurinn nýtist sérstaklega þeim, sem hafa ekki áður starfað í ferðaþjónustu.


Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar um áfangastaðinn Ísland, m.a. um
- íslensku þjóðina
- landfræði
- fjölda ferðamanna
- áfangastaði ferðamanna
- öryggisatriði.
Með því að kynna sér upplýsingarnar á goodtoknow.is getur starfsfólk aflað sér grunnþekkingar um Ísland og íslenska ferðaþjónustu sem gagnast þeim í starfi.