1. Heimsókn til fyrirtækis

Verkefnastjórar Hæfniseturs ferðaþjónustunnar hafa samband og kíkja í heimsókn til að kynna þjónustuna. Í fyrstu heimsókninni fá stjórnendur innsýn í fræðslu- og stuðningsefni sem er í boði á haefni.is, og er boðið að vera með í verkefninu Fræðslu til framtíðar. 

Þegar ákvörðun um þátttöku liggur fyrir kynnir Hæfnisetrið úrval verkefnastjóra og tengir saman fyrirtækið og valinn verkefnastjóra.

Viltu fá kynningu á Fræðslu til framtíðar?

Hafðu samband