Verkefnastjóri í samstarfi við stjórnanda skilgreina markmið fræðslu, velja árangursmælikvarða að lágmarki tvo og greina fræðsluþarfir.
Ýmsar leiðir er hægt að fara til að greina þörf starfsfólks fyrir fræðslu og þjálfun. Ein leið er að senda rafræna könnun á starfsfólk fyrirtækis til að meta þörf þeirra fyrir fræðslu.
Greining fræðsluþarfa getur náð til alls starfsfólks, tiltekins hóps/deilda, eða ákveðinna starfa.
Hæfnisetrið hefur útbúið kannanir sem hægt er að nýta til að greina fræðsluþarfir fyrir fjölbreytt störf innan ferðaþjónustunnar. Aðlaga má spurningarnar að hverju og einu fyrirtæki.
Dæmi um hæfni sem þörf er á að þjálfa í ferðaþjónustu er meðal annars:
- Samskiptahæfni
- Gestrisni
- Leiðtogahæfni
- Verkefnastjórnun
- Tímastjórnun
- Söluhæfni
- Stafræn hæfni
- Aðlögunarhæfni
- Hæfni í úrlausn vandamála
- Fjölmenningarhæfni
- Tungumálahæfni
- Hæfni í markaðssetningu