4. Fræðsluáætlun og framkvæmd fræðslu

Eftir að greining hefur farið fram er unnið úr niðurstöðum fræðslugreiningarinnar og fræðsluáætlun gerð. Verkefnastjóri og fyrirtækið ákveða í sameiningu hvaða fræðsla/námskeið verður í boði og skipuleggja hvar og hvenær hún fer fram.

Ef um er að ræða aðkeypta fræðslu hefur stjórnandi og/eða verkefnastjóri samband við fræðsluaðila til að leita tilboða.

Fjölbreytt úrval námskeiða fyrir ferðaþjónustuna má finna inn á námskeiðsgátt Hæfnisetursins.

Verkefnastjóri Hæfnisetursins leiðsegir hvernig fyrirtæki geta sótt um fræðslustyrk fyrir niðurgreiðslu fræðslu hjá Starfsmenntasjóðum. 

Skoða allt

Hafðu samband