Matvælaskólinn

Námskeið, sérsniðin fyrir fyrirtæki eða blandaða hópa úr ýmsum greinum matvælaiðnaðar.

Hagnýt mannauðsstjórnun

Ný námslína, ætluð til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir mannauðstengda nálgun í stjórnun.

Jarðfræði Íslands

Farið verður yfir þau ferli sem hafa myndað og mótað Ísland í tímans rás. Sérstök áhersla á sérkenni íslenskrar náttúru.

Móttaka og miðlun

Í náminu er fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem í gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Einnig er fjallað um orðspor fyrirtækja og traust viðskiptavina.

Sölu- markaðs- og rekstrarnám

Nám á vegum NTV og Mímis sem hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs.

Erfiðir viðskiptavinir

Stuttir fyrirlestrar, áhersla lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Ferðaþjónusta 1

Ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína á sviði þjónustu, samskipta og starfshæfni.