Leiðsögunám áfangastaðurinn Ísland

Markmið námsins er að uppfylla kröfur Evrópustaðalsins ÍST EN 15565:2008 og útskrifa leiðsögumenn sem eru tilbúnir að takast á við áskoranir sem fylgja starfinu og hafa færni og þekkingu til að veita ferðamönnum örugga, fræðandi og skemmtilega upplifun af Íslandi.

Austurland

Austurland er rafrænt námskeið sem hentar öllum sem taka á móti ferðamönnum á Austurlandi. Fjallað er um einkenni samfélags og náttúru og sagt frá helstu áningastöðum, menningarhátíðum og möguleikum til afþreyingar.

Gæði í upplýsingagjöf

Gæði í upplýsingagjöf er rafrænt námskeið sem hentar þeim sem eiga í beinum samskiptum við ferðamenn á Austurlandi.

Íslenskunámskeið

Fyrir byrjendur og lengra komna. Hæfnistig frá 1-5. Möguleiki á að fá stöðumat áður en námskeið hefst.

Fjallaleiðsögumenn

Þjálfunarkerfinu er skipt upp í þrjá  þætti, jöklaleiðsögn, fjallaleiðsögn og skíðaleiðsögn. Grunnþjálfun í jóklaleiðsögn tekur 4 daga og fer fram á skriðjökli. Farið verður yfir helstu atriði jöklaleiðsagnar svo sem leiðarval sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórn.

Hafðu samband