Jarðfræði á mannamáli

Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði í jarðfræði og byggð upp þekking á jarðfræði Íslands.

Áfangastaðurinn Ísland

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum undirstöðuþekkingu á ferðamannalandinu Íslandi og helstu áfangastöðum og ferðaleiðum sem þar er að finna.

Austurland

Austurland er rafrænt námskeið sem hentar öllum sem taka á móti ferðamönnum á Austurlandi. Fjallað er um einkenni samfélags og náttúru og sagt frá helstu áningastöðum, menningarhátíðum og möguleikum til afþreyingar.

Gæði í upplýsingagjöf

Gæði í upplýsingagjöf er rafrænt námskeið sem hentar þeim sem eiga í beinum samskiptum við ferðamenn á Austurlandi.

Íslenskunámskeið

Fyrir byrjendur og lengra komna. Hæfnistig frá 1-5. Möguleiki á að fá stöðumat áður en námskeið hefst.

Fjallaleiðsögumenn

Þjálfunarkerfinu er skipt upp í þrjá  þætti, jöklaleiðsögn, fjallaleiðsögn og skíðaleiðsögn. Grunnþjálfun í jóklaleiðsögn tekur 4 daga og fer fram á skriðjökli. Farið verður yfir helstu atriði jöklaleiðsagnar svo sem leiðarval sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórn.

Hafðu samband