Vel sótt vinnustofa um gerð starfsmannahandbóka

Í síðustu viku hélt Hæfnisetrið vinnustofu fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu um gerð starfsmannahandbóka með stafrænu sniðmáti. Þar var þeim kennt á opið vinnusvæði á vef Hæfnisetursins sem býður uppá fjölbreytt sniðmát fyrir ferðaþjónustuna, þar á meðal sniðmát að starfsmannahandbók. Sniðmátið auðveldar fyrirtækjunum að vinna sína eigin starfsmannahandbók án þess að þurfa að byrja frá grunni, […]

Ferðalag með Z kynslóðinni – Menntamorgunn með metþátttöku 

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fór fram í morgun í beinu streymi undir yfirskriftinni „Ferðalag með Z kynslóðinni“.  Þar var fjallað um hvernig Z kynslóðin sem lifir og hrærist í stafrænum heimi skipuleggur ferðalög, hvaða væntingar þau hafa til upplifunar og þjónustu og hvernig ferðaþjónustan getur sinnt þeim sem best.   Fundarstjóri var Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða og […]

Málið er stóra málið!

Við fögnum degi íslenskrar tungu á sunnudaginn 16.nóv. Að því tilefni er upplagt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að velta því fyrir sér hver staða íslenskunnar er hjá þeim og hvort þau geti betur í því að styðja starfsfólk sitt í að efla íslenskunotkun. Innflytjendur sem hafa náð árangri í starfi hérlendis eru gjarnan þau sem […]

Ferðalag með Z kynslóðinni-Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 19.nóvember

Hvernig skipuleggur Z kynslóðin ferðalög sín? Hvað hefur áhrif á ákvörðunartöku hennar og hvaða væntingar hefur hún til upplifunar og þjónustu? Þessum spurningum verður svarað á næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem ber yfirskriftina „Ferðalag með Z kynslóðinni“ og fer fram miðvikudaginn 19. nóvember kl. 11:00–12:00 í beinu streymi á Facebook. Á fundinum verður sjónum beint að […]

Menntamorgunn 7.október: Sögur sem selja

Yfirskrift fundar dagsins var „Sögur sem selja“ Þar var kastljósinu beint að því hvernig upplifunarhönnun og sagnalist geta umbreytt þjónustu í einstaka upplifun sem snertir gesti, festist í minni og styrkir ásýnd fyrirtækja, áfangastaða og sýninga. Fundurinn var ætlaður öllum sem vilja efla vörumerki sín, markaðslegan slagkraft og samkeppnishæfni í ferðaþjónustu – með því að […]

Sögur sem selja, 7. október kl.11

Hæfnisetrið, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða haustið velkomið með Menntamorgni ferðaþjónustunnar  þriðjudaginn 7. október   Viðfangsefni fundarins er upplifunarhönnun og sagnalist –  hvernig þjónusta getur orðið að einstakri upplifun sem snertir gesti, festist í minni og styrkir ásýnd fyrirtækja, áfangastaða og sýninga. Í ferðaþjónustu dagsins í dag leita ferðamenn – sérstaklega yngri kynslóðir æ meira […]

Öryggismenning- hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu

Þó öryggismál í ferðaþjónustu rati öðru hvoru í fjölmiðla, eru þau sífellt í brennidepli hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Fyrirtækin eru stöðugt að leita leiða til að tryggja öryggi jafnt ferðamanna sem starfsfólks – við fjölbreyttar og oft krefjandi aðstæður. Öryggismenning er lykilatriði í þessari vinnu og getur haft afgerandi áhrif á árangur og traust. Í grein sem birtist á […]

Skrifstofa FA lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að Skipholti 50b er lokuð vegna sumarleyfa frá 21. júlí til og með 1. ágúst 2025. Skrifstofan opnar aftur eftir verslunarmannahelgi þann 5. ágúst kl. 10:00. GLEÐILEGT SUMAR! Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Ársskýrsla Hæfnisetursins 2024

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir starfsárið 2024 er komin út. Um er að ræða áttunda starfsár Hæfnisetursins sem má með sanni segja að hafi verið viðburðaríkt. Nýr samningur var gerður við atvinnuvegaráðuneytið sem tryggir áframhaldandi uppbyggingu Hæfnisetursins. Öflugar nýjar lausnir voru kynntar á árinu eins og tilraunaverkefnið Fræðsla til framtíðar, notendavænt sniðmát að starfsmannahandbók og fjölbreytt […]

Sjóðheit stafræn vinnustofa á Suðurlandi

Hæfnisetrið lagði enn á ný land undir fót síðastliðinn föstudag og mætti á aðalfund Markaðsstofu Suðurlands á Hótel Geysi í hitabylgjunni. Þar héldum við ásamt Brynjólfi Borgari frá DataLab vinnustofu fyrir fundargesti tengda þróun í stafrænni tækni og áhrifum hennar á ferðaþjónustuna. Ólína okkar kynnti m.a. Ferðapúlsinn-stöðutöku á stafrænni færni fyrir ferðaþjónustuna og fræðslutorgið sem […]

Ferðasýningin HITTUMST: Fjör og Framtíðarsýn í Hafnarhúsinu

Á fimmtudaginn síðastliðinn var Hafnarhúsið í Listasafni Reykjavíkur fullt af lífi og fjöri þegar fjölmenni sýnenda og gesta mætti á ferðasýninguna HITTUMST. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var á staðnum með glæsilegan kynningarbás þar sem við áttum fjölbreytt og áhugaverð samtöl við gesti. Við á Hæfnisetrinu kynntum nýjustu verkfærin okkar og áherslur sem snúa að hæfni og gæðum […]

Mannauðurinn í fyrirrúmi á Suðurnesjum

Síðastliðinn miðvikudag 30. apríl, hélt Hæfnisetrið til morgunverðarfundar á Suðurnesjum þar sem viðfangsefnið var jákvæð samskipti og mannauðsmál við krefjandi aðstæður. Fundurinn var haldinn í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofu Reykjaness og Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum. Fjölmennur og fjölbreyttur hópur gesta tók þátt, bæði á staðnum og í beinu streymi. Þessi mikla þátttaka kom ekki […]

Ísafjörður tók vel á móti okkur

Glampandi sól og blíða tók á móti Hæfnisetrinu á Ísafirði nú á þriðjudaginn 29.apríl þegar við mættum til fundar um mikilvægi sagnalistarinnar eða “storytelling” í markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja.   Viðburðurinn er hluti af fundaröð sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir á vordögum.  Það var greinilega mikill áhugi á þessu viðfangsefni innan ferðaþjónustunnar og […]

Stafræn stemning á Norðurlandi

Það var mikill áhugi og góður andi á fundum um stafræna markaðssetningu og gervigreind sem haldnir voru í síðustu viku á Húsavík og Sauðarkróki í boði Hæfnisetursins, SAF og Markaðsstofu Norðurlands.  Hátt í 80 ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi tóku þátt og sérfræðingar miðluðu þekkingu sinni og gáfu hagnýt ráð um helstu skrefin í innleiðingu stafrænnar tækni […]

Góð þáttaka í málþingi um ferðaþjónustu á Vesturlandi

Það var fjölbreytt og fræðandi samtal sem átti sér stað á Málþingi um ferðaþjónustu á Vesturlandi á hótel Hamri í gær en viðburðurinn var sá fyrsti í fundaröð um landið sem Hæfnisetrið stendur fyrir í samvinnu við Markaðsstofur landshlutanna og SAF nú á vordögum. Þar voru ræddar ýmsar hliðar á því hvernig starfsfólki ferðaþjónustu gengur […]

Opnir fundir um ferðaþjónustu vorið 2025

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2025. Á fundunum verður sjónum beint að fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum, eins og starfsánægju, tækniþróun og gervigreind, sagnalist í ferðaþjónustu og fleira. Alls verða sjö fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er sérsniðin að svæðinu og málefnin í […]

Hafðu samband