Ferðapúlsinn

Ferðapúlsinn er stöðutaka ferðaþjónustufyrirtækja á stafrænni hæfni, inniheldur spurningar sérsniðnar fyrir ferðaþjónustuna og tekur einungis um 8-10 mín að svara. Ferðapúlsinn gerir fyritækum og atvinnugreininni í heild kleift að greina samkeppnisstöðu sína milli landsvæða og á landsvísu. Slík greining er lykilatriði fyrir tækifæri til framfara og til að tryggja alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands.

Hvað er stafræn hæfni?

Stafræn hæfni í ferðaþjónustufyrirtækjum vísar til hæfni til að nýta stafrænar lausnir og tækni við að bæta þjónustu, auka skilvirkni og bæta upplifun viðskiptavina. Þetta felur í sér m.a. gervigreind, stafræna markaðssetningu, upplýsingatækni, gagnagreiningu, netöryggi og stafræna þjónustu.

Taktu stöðuna, það tekur um 8-10 mín og niðurstaðan kemur strax

Ferðapúlsinn kortleggur stafræna stöðu og er vegvísir að aukinni arðsemi, hæfni og hagræðingu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum.

Samkeppnishæfni

Innleiðing gervigreindar og sjálfvirkra ferla styður við persónumiðaða markaðssetningu og getur leitt til aukinnar markaðshlutdeildar og hærri tekna.

Nýsköpun og sköpunargleði

Þegar starfsfólk hefur aðgang að nýjustu tækni og þekkingu, eykst hæfni þeirra til að koma með nýjar hugmyndir og lausnir. Þetta stuðlar að nýsköpun og sköpunargleði sem getur leitt til betri árangurs fyrirtækisins.

Sveigjanleiki

Fyrirtæki sem búa yfir góðri stafrænni hæfni eiga auðveldara með að aðlaga sig að breytingum á markaði og geta því brugðist hraðar við nýjum áskorunum og ytri aðstæðum. Þau búa yfir færni til að innleiða nýjar lausnir hratt og auka þannig samkeppnishæfni sína.

Betri ákvarðanataka

Aukin stafræn hæfni gerir fyrirtækjum kleift að vera með betri innsýn inn í markaðsþróun og viðskiptavini og geta þannig tekið upplýstar ákvarðanir sem stuðla að vexti og arðsemi.

Markviss þjálfun

Með ferðapúlsinum geta stjórnendur auðveldlega greint þjálfunarþarfir starfsfólks. Það auðveldar þeim að bjóða uppá markvissa þjálfun og þekkingaruppbyggingu sem leiðir til aukinnar hæfni, aukins sjálfstraust og þar með meiri gæða.

Betri nýting gagna

Aukin stafræn hæfni gerir fyrirtækjum kleift að safna, greina og nýta gögn á skilvirkan hátt. Með betri innsýn í rekstur og markaðsþróun geta fyrirtæki tekið upplýstari ákvarðanir sem stuðla að hagræðingu.

Skilvirkni

Með innleiðingu sjálfvirkra ferla eru tækifæri til einföldunar, minni sóunar, og meiri afkasta sem skilar lægri kostnaði.

Aðlögunarhæfni

Í stafrænni umbreytingu er mikilvægt að starfsfólk geti aðlagast fljótt nýrri tækni og ferlum. Með þekkingu á stafrænni hæfni starfsfólks geta stjórnendur tryggt að fyrirtækið sé vel undirbúið fyrir breytingar og nýjungar.

Lækkun rekstarkostnaðar

Með nýtingu stafrænna lausna geta fyrirtæki minnkað þörfina fyrir tímafrek handtök og dregið úr rekstrarkostnaði. Þetta getur leitt til verulegs sparnaðar.

Hafðu samband