Menntamorgunn ferðaþjónustunnar í Húsi atvinnulífsins 24. okt. kl. 8.30-10.00

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til morgunverðarfundar í fundaröðinni Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar fimmtudaginn 24. okt. nk. Umfjöllunarefni fundarins er fræðsla í ferðaþjónustu með áherslu á millistjórnendur og stjórnendafræðslu. Fundurinn fer fram í salnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Allir velkomnir en skrá þarf þátttöku.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

DAGSKRÁ

Fræðsla í ferðaþjónustu – Náðu árangri! Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Stjórnendahæfni er forsenda árangurs Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir frá LC Ráðgjöf

Stjórnendafræðsla – Hvað er í boði? Fjölbreyttur hópur fræðsluaðila kynnir

Kaffi og tengslamyndun með fræðsluaðilum

Reynslusögur – Fyrirtæki kynna hvað þau eru að gera í stjórnendafræðslu

Bláa Lónið: Að vaxa sem leiðtogi Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri

Hendur í höfn: Að sleppa takinu Dagný Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri

Fundarstjóri er Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

Minnum á skráningu hér.

Hægt verður að fylgjast með streymi frá fundinum á facebook-síðum Samtaka ferðaþjónustunnar og Hæfnisetursins.

Hafðu samband