Hótel Klettur er glæsilegt hótel, steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 166 herbergi. Starfsfólk er rétt rúmlega 30 og þar af er stærsti hlutinn af erlendu bergi brotið.
Skrifað hefur verið undir samstarfssamning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur ehf. um greiningu, fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk.
Nafn hótelsins er dregið af kletti sem hefur fengið að njóta sín á fyrstu hæð hótelsins og springur þar út í gegnum vegginn. Allt útlit og innviðir hótelsins fá innblástur frá íslenskri náttúru og þá sérstaklega íslenskum bergtegundum.
Þó svo að það sé ekki vitað með vissu er auðvelt að ímynda sér að kletturinn hafi fengið að halda sér á fyrstu hæðinni til þess að raska ekki ró álfanna. Kletturinn við hlið hótelsins væri þá inngangur í bú álfanna.
Á Myndini er Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur ehf. Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Kristján Jóhann Kristjánsson aðstoðarhótelstjóri