3H Travel ehf. hafa undirritað samning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur ehf. um þjálfun og fræðslu fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Starfsmenn eru að öllu jöfnu í kringum 60 talsins.
3H Travel sjá um ferðir inn í eldfjallið Þríhnjúkagíg. Það var í júní 2012 sem ákveðið var að bjóða upp á ferðir fyrir almenning og hafa þær ferðir heppnast einstaklega vel.
Fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að nota sjálfbæra viðskiptahætti til að lágmarka umhverfisáhrif af ferðum ferðamanna inn í eldfjallið.
Eldfjallið gaus síðast fyrir meira en 4000 árum síðan og ekkert sem bendir til að það gjósi aftur í náinni framtíð.