Airport Hótel Aurora Star er þriggja stjörnu hótel á Keflavíkurflugvelli, aðeins 100 metra frá flugstöðinni.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa skrifað undir samning við hótelið um fræðslu og þjálfun starfsmanna
Hótelið er tilvalið fyrir einstaklinga og hópa sem eru á leiðinni erlendis og vilja gista nóttina fyrir brottför eða við komu á flugvellinum. Lögð er áhersla á að bjóða upp á persónulegt og þægilegt andrúmsloft og allt gert til að láta gestunum líða sem best.
Á hótelinu er veitingarstaðurinn Aura sem býður gestum upp á ljúffengan kvöldverð. Starfsmenn hótelsins eru á bilinu 25 til 30 manns og eru 75% þeirra af erlendum uppruna.
Í nágrenni Airport Hotel Aurora eru margar af fallegustu náttúruperlum og ferðamannastöðum Ísland, t.d Bláa Lónið, Víkingaheimar, Saltfisksetrið í Grindavík og Gunnuhver.
Á myndinni eru Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Aneta M. Scislowicz hótelstjóri og Smári Þorbjörnsson verkefnastjóri á fyrirtækjasviði hjá MSS