Hæfnisetrinu hefur bæst öflugur liðsauki en Sigríður Pjetursdóttir hóf störf hjá okkur sem sérfræðingur þann 1.nóvember síðastliðinn. Sigríður hefur lokið MBA námi frá Háskóla Íslands og BS í ferðamálafræði frá sama skóla. Hún er einnig reiðkennari og með leiðsöguréttindi frá Leiðsöguskólanum. Síðustu ár hefur Sigríður starfað við ferðaþjónustu auk ýmissa starfa við fræðslumál og miðlun.
Við bjóðum Sigríði hjartanlega velkomna í teymið!

