Ferðalag með Z kynslóðinni – Menntamorgunn með metþátttöku 

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fór fram í morgun í beinu streymi undir yfirskriftinni „Ferðalag með Z kynslóðinni“.  Þar var fjallað um hvernig Z kynslóðin sem lifir og hrærist í stafrænum heimi skipuleggur ferðalög, hvaða væntingar þau hafa til upplifunar og þjónustu og hvernig ferðaþjónustan getur sinnt þeim sem best.  

Fundarstjóri var Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða og var metþátttaka á fundinum með nærri 200 gestum. Fjórir frábærir fyrirlesarar deildu dýrmætri þekkingu:  Cat Frederiksen, sérfræðingur í efnisgerð hjá Digido – gaf góð ráð um áhrifaríka efnisgerð á samfélagsmiðlum eins og Tik Tok. Rögnvaldur Már Helgason hjá Markaðsstofu Norðurlands fjallaði um mikilvægi þess fyrir fyrirtæki að hafa öflugar og uppfærðar heimasíður svo gervigreindin, sem er sífellt að verða mikilvægari ferðaráðgjafi, vísi á þeirra þjónustu. Holly Keyser eigandi Skool Beans Cafe sagði frá  einstökum árangri sem hún hefur náð í markaðssetningu fyrirtækis síns í gegnum Instagram með því að leggja áherslu á einlægni og trúverðugleika, úrvals þjónustu og viðskiptavild. 

Að lokum kom Anna Steinsen eigandi KVAN með skemmtilega innsýn inn í kynslóðamuninn. Hún dró fram hvernig Z-kynslóðin hugsar um samskipti og þjónustu og lagði áherslu á að fyrirtæki og stjórnendur þurfi að skilja væntingar og hegðun yngri kynslóðanna og verðandi viðskiptavina til að geta skapað upplifun sem talar til þeirra.  

Ef þú misstir af viðburðinum geturðu horft á upptökuna hér.

Hafðu samband