Hæfnisetrið, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða haustið velkomið með Menntamorgni ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 7. október
Viðfangsefni fundarins er upplifunarhönnun og sagnalist – hvernig þjónusta getur orðið að einstakri upplifun sem snertir gesti, festist í minni og styrkir ásýnd fyrirtækja, áfangastaða og sýninga. Í ferðaþjónustu dagsins í dag leita ferðamenn – sérstaklega yngri kynslóðir æ meira eftir merkingarbærri tengingu og persónulegri upplifun. Með því að nýta tilfinningar, frásagnir, tækninýjungar og samfélagsmiðla geta ferðaþjónustuaðilar skapað upplifanir sem selja sig sjálfar, auka bókanir og styrkja vörumerki.
Menntamorgnar eru opnir fræðslufundir, haldnir í beinu streymi og aðgengilegir öllum. Þeir eru vettvangur fyrir þekkingarmiðlun, samtal og sköpun nýrra hugmynda innan greinarinnar. Fundurinn er ókeypis og öllum opinn.
Fundurinn hentar sérstaklega:
- stjórnendum og markaðsfólki í ferðaþjónustu
- leiðsögumönnum og hönnuðum upplifunar
- öllum sem vilja gera þjónustu sína að sögu sem selur
Dagskrá fundar:
- „Þegar sagan fær að anda“ -Hringur Hafsteinsson sköpunarstjóri Gagarín
- „Falin fortíð – Að gera hið ósýnilega sýnilegt“ Torfi Stefán Jónsson fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum
- „Í upphafi skal endinn skoða“ Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri Skaftárhrepps
- „Ævintýri og matarupplifun“ Hrefna Ósk Benediktsdóttir og Ýmir Björgvin Arthúrsson upplifunarhönnuðir og eigendur Bryggjuhússins