
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 7. október frá 11:00-12:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.
Á þessum Menntamorgni skoðum við hvernig upplifunarhönnun og sagnalist geta umbreytt þjónustu í einstaka upplifun sem snertir gesti, festist í minni og styrkir ásýnd fyrirtækja, áfangastaða og sýninga.
Viðburðurinn er ætlaður öllum sem vilja efla vörumerki, markaðslegan slagkraft og samkeppnishæfni í ferðaþjónustu – með því að nýta kraft frásagnar og hönnunar til að skapa dýpri tengingu við gesti.
Þetta er viðburður sem hentar stjórnendum, markaðsfólki, hönnuðum upplifunar, leiðsögumönnum og öllum sem vilja gera þjónustu að sögu sem selur.
Dagskrá:
- Þegar sagan fær að anda – Hringur Hafsteinsson, sköpunarstjóri Gagarín
- Falin fortíð – Að gera hið ósýnilega sýnilegt – Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum
- Í upphafi skal endinn skoða – Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps
- UPPLIFUN – skreytt með mat og drykk – Hrefna Ósk Benediktsdóttir og Ýmir Björgvin Arthúrsson eigendur Brygguhússins
Fundarstjóri er Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar
Skráðu þig og fáðu innblástur til að umbreyta upplifun í áhrif – og áhrif í árangur.
Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna