Á fundunum fá þátttakendur að kynnast nýju sniðmáti að málstefnu á stafrænu vinnslusvæði okkar sem er öllum opið. Málstefna skerpir línurnar í því hvernig unnið er með tungumál innan fyrirtækis, hvenær og við hvaða aðstæður eigi að nota íslensku eða önnur tungumál. Málstefna stuðlar einnig að auknu virði, gagnsemi og tilgangi íslenskunnar hjá fyrirtækjum. Þátttakendum mun gefast tækifæri til að læra á sniðmátið og byrja í kjölfarið að skrifa sína eigin málstefnu.
Fundinum stýrir Nichole Leigh Mosty, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar