Ratsjáin hefst aftur á nýju ári!

Það er ánægjulegt að segja frá því að fræðsluverkefnið Ratsjáin er að fara aftur í gang árið 2025 í umsjá Íslenska ferðaklasans.

Markmið Ratsjárinnar er að styðja stjórnendur í ferðaþjónustunni við að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun í sínum rekstri. Áherslur innan verkefnisins eru á sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu í takti við stefnu stjórnvalda um Ísland sem leiðandi lands í sjálfbærri þróun. Með rafrænum vinnustofum og sameiginlegu vinnusvæði á netinu fá stjórnendur fyrirtækja fræðslu og leiðsögn frá sérfræðingum í greininni samhliða dýrmætum tækifærum til jafningarýni.

Við hvetjum fyrirtæki í ferðaþjónustu til að grípa tækifærið og taka þátt í Ratsjánni 2025. Skráning er til 17.janúar. Nánari upplýsingar og skráning hér: https://www.islenskiferdaklasinn.is/frettir/ratsjin-fer-af-stad-januar-2025-skraning-hafin

Hafðu samband