Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Íslenski ferðaklasinn hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu sem miðar að því að vinna sameiginlega að markmiðum sem efla hæfni og fagmennsku innan ferðaþjónustunnar. Hæfnisetrið sér samstarfið fyrir sér sem mikilvægan hlekk í þeim þróunarverkefnum sem við störfum að sem varða hæfni og gæði í ferðaþjónustunni.
Haukur Harðarson verkefnastjóri Hæfnisetursins fagnar þessum öfluga liðsstyrk sem Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Íslenski ferðaklasinn færa okkur inn í hin fjölbreyttu verkefni í þessari stærstu atvinnugrein landsins.