Hvers vegna að innleiða málstefnu?

  • Málstefnu má líta á sem einhvers konar „leikreglur“ um málnotkun í alþjóðlegu málumhverfi. 
  • Málstefna tengist aðgerðum til að hafa áhrif á málnotkun og viðhorf til tungumála og inniheldur skýrar leiðbeiningar um hvaða tungumál eigi að nota, hvenær og í hvaða aðstæðum.
  • Skýr málstefna auðveldar þjálfun nýrra starfsmanna og stuðlar að stöðugri þróun og menntun innan fyrirtækisins.
  • Málstefna getur hjálpað til við að vernda fyrirtækið gegn lögfræðilegum álitamálum sem tengjast samskiptum og upplýsingagjöf.
  • Málstefna er góð leið til að stuðla að inngildingu og til að efla samskipti og samheldni starfsfólks af fjölbreyttum uppruna.
  • Með því að innleiða málstefnu á vinnustöðum tryggjum við að íslenska verði lifandi hluti af daglegum samskiptum allra um leið og stefnan styður starfsfólk, sveitarfélög og fyrirtæki í að viðhalda menningararfinum. 

Mitt svæði hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Það þurfa ekki allir að finna upp hjólið. Sniðmát um málstefnu er góður leiðarvísir sem stjórnendur geta breytt og aðlagað að sínu fyrirtæki.  

Skjölin sem stjórnendur hafa breytt og vistað á sínu svæði eru alltaf aðgengileg síðar til að aðlaga eftir þörfum. Einnig er hægt að bjóða öðrum aðgang að skjölunum sem eru á vinnusvæðinu, annað hvort til að vinna í þeim saman eða ef ske kynni að nýr starfsmaður taki við af stjórnanda.  

Að lokum er annað hvort hægt að hlaða niður tilbúnu skjali í PDF eða vista slóð að skjalinu sem vefpart á heimasíðu eða innri vef fyrirtækisins.

Dæmi um sniðmát fyrir málstefnu fyrir ferðaþjónustuna

Hafðu samband