Sólveig Nikulásdóttir hóf störf hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þann 1.október síðastliðinn. Hún hefur undanfarin ár unnið sem vöruþróunarstjóri og í framleiðsluteymi hjá Iceland Travel en áður stýrði hún þar ýmsum nýsköpunarverkefnum og starfaði einnig við sölu-og markaðsmál. Hún stofnaði ferðaskrifstofuna New Moments árið 2008 sem leggur áherslu á menningartengdar upplifanir. Hún er með B.A. próf í bókmenntum og frönsku frá H.Í og með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi frá sama skóla. Sólveig er menntaður leiðsögumaður og hefur unnið töluvert við leiðsögn auk þess að kenna við Leiðsöguskólann. Hún er einnig með jógakennararéttindi og kennir hjá Jógasetrinu.