Nýtt nám og raunfærnimat fyrir ferðaþjónustu

Námið er 90 einingar og skiptast í 40 eininga kjarna og 50 eininga sérsvið. Sviðin eru Móttaka gesta, Böð, lindir og lón og Veitingar. Áfangar sem fást metnir með raunfærnimati stytta námið.

Námið hefst fyrri hluta árs 2025. Námið verður í boði fyrir fólk sem hefur lokið raunfærnimati. Raunfærnimat og nám er í boði stafrænt og þátttaka óháð búsetu.

Inntökuskilyrði

Að hafa náð 23 ára aldri og hafa unnið 3 ár í ferðþjónustu

Kostnaður

Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu

Tungumál

Raunfærnimat er í boði á íslensku og ensku

Ef þú hefur unnið við ferðaþjónustu á einhverum þeirra sviða sem námið nær til þá hefurðu safnað reynslu, þekkingu og færni og þá áttu erindi í raunfærnimat.  Ef færnin er til staðar er hún staðfest með raunfærnimati og nám styttist til samræmis við það.  Niðurstaða raunfærnimats hefur sama gildi og formlegt nám. Sjá nánar hér

Hvað er raunfærnimat?

Uppbygging og framkvæmd á námi

  • Framkvæmd á námi miðast við þarfir fullorðinna sem starfa innan ferðaþjónustu og er að mestu fjarnám.
  • Aðgengilegt fyrir fólk sem ekki hefur vald á íslensku en þá er enskukunnátta nauðsynleg
  • Framkvæmdaaðilar raunfærnimatsins eru:
  • Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi, Sólveig R. Kristjánsdóttir, solveig@fraedslunet.is, Sandra D. Gunnarsdóttir, sandra@fraedslunet.is
  • SÍMEY – símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Anna María Jónsdóttir, annamaria@simey.is, Helena Sif Guðmundsóttir, helena@simey.is

Kjarni 40 einingar

Sami kjarni er í öllum sviðum 1,2,3
  • Ferðalandafræði Íslands, staðfræði Íslands
  • Ferðalandafræði,náttúrufar og mannvist í ferðaþjónustu
  • Samskipti og þjónusta í ferðaþjónustu
  • Samskipti og þjónusta í ferðaþjónustu II
  • Neytendaréttur
  • Starfsumhverfi ferðaþjónustunnar
  • Upplýsingatækni
  • Vinnumarkaðurinn í ferðaþjónustu
  • Vinnustaðanám í ferðaþjónustu
  • Vöruþekking og sölufærni
  • Umhverfismál og sjálfbærni
  • Íslenska í ferðaþjónustu fyrir útlendinga
  • Enska
  • Fjölmenning
  • Skyndihjálp
  • Hreinlæti og örverufræði

Böð, lindir og lón 50 einingar

Sérhæfing 2
  • Vatnið og böðin
  • Vinnustaðanám - baðstaðir
  • Öryggismál á baðstað
  • Vinnustaðanám í ferðaþjónustu
  • Upplýsingatækni í ferðaþjónustu
  • Samskipti og þjónusta III, Þjónustufærni
  • Neytendaréttur 2, réttindi, skyldur
  • Umhverfismál og sjálfbærni
  • Íslenska í ferðaþjónustu fyrir útlendinga 2
  • Enska - ferðaþjónusta 2
  • Enska - ferðaþjónusta 3
  • Erlent tungumál (3ja mál)
  • Fjölmenning í ferðaþjónustu
  •  

Móttaka 50 einingar

Sérhæfing 1
  • Bókhald í smærri fyrirtækjum
  • Fjármál í móttöku
  • Rekstur í ferðaþjónustu
  • Þjónustufærni ( Samskipti og þjónusta)
  • Neytendaréttur 2
  • Upplýsingatækni - ferðaþjónusta
  • Vinnustaðanám í ferðaþjónustu
  • Öryggi
  • Umhverfismál og sjálfbærni
  • Íslenska í ferðaþjónustu fyrir útlendinga 2
  • Enska - ferðaþjónusta 2
  • Enska- ferðaþjónusta 3
  • Erlent tungumál (3ja mál)
  • Fjölmenning í ferðaþjónustu

Veitingar 50 einingar

Sérhæfing 3
  • Aðferðafræði matreiðslu
  • Eftirréttir, soð, sósur, súpður
  • Hráefnisfræði matreiðslu
  • Innra eftirlit og matvælaöryggi
  • Matreiðsla - grunnur
  • Matreiðsla 2 - almenn
  • Matseðlafræði
  • Matur og menning
  • Næringarfræði - grunnur
  • Þjónað til borðs

Hafðu samband