• Fræðsluefni
  • Stafrænt vinnusvæði Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Stafrænt vinnusvæði Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Sniðmátin á stafrænu vinnusvæði hæfni.is eru hönnuð til að auðvelda stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja að útbúa mismunandi skjöl, stefnur, gátlista og handbækur. Stafræna vinnusvæðið er aðgengilegur öllum að kostnaðarlausu.

Það þurfa ekki allir að finna upp hjólið og dæmin í sniðmátunum er góður leiðarvísir sem stjórnendur geta síðan breytt og aðlagað að sínu fyrirtæki. 

Dæmi um tilbúin sniðmát sem eru á innri vef eða væntanleg eru: 

  • Starfsmannahandbók 
  • Gátlisti fyrir móttöku nýliða 
  • Öryggisáætlanir fyrir ferðir 
  • Sjálfbærnistefna

Skjölin sem stjórnendur hafa breytt og vistað á stafræna vinnusvæðinu eru alltaf aðgengileg síðar til að aðlaga eftir þörfum. Einnig er hægt að bjóða öðrum aðgang að skjölunum sem eru á vinnusvæðinu, annað hvort til að vinna í þeim saman eða ef ske kynni að nýr starfsmaður taki við af stjórnanda.  

Að lokum er annað hvort hægt að hlaða niður tilbúnu skjali í PDF eða vista slóð að skjalinu sem vefpart á heimasíðu eða innri vef fyrirtækisins

Leiðbeiningar um notkun stafræns vinnusvæðis Hæfnisetursins

Hafðu samband