Í framhaldi af Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem haldinn var í maí voru tekin viðtöl við viðmælendur um þema fundarins, öryggi í ferðaþjónustu. Tveir stuttir menntaspjallsþættir voru birtir í framhaldinu.
Annars vegar ræðir Bryndís Skarphéðinsdóttir hjá Hæfnisetrinu við Gísla Níls Einarsson, framkvæmdastjóra Öryggisstjórnunar og Reyni Guðjónsson, öryggisstjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur um það hvernig stjórnendur í ferðaþjónustu geta stuðlað að öryggismenningu.
Hins vegar er samtal tekið með Dagbjarti Brynjarssyni, sérfræðing í öryggismálum hjá Ferðamálastofu og Hauki Herbertssyni, rekstrarstjóra Mountaineers of Iceland um öryggismenningu í ferðaþjónustu á Íslandi.
Smellið á myndirnar hér að neðan til að horfa á þættina.
Í stuttu máli er samstarfsverkefni Hæfnisetursins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna.