Menntamorgunn ferðaþjónustunnar var einstaklega vel sóttur í streymi enda erindin mjög áhugaverð. Þar fengu áhorfendur innsýn í þarfir Z kynslóðar á vinnustað, góð ráð fyrir ráðningarviðtöl og gerð ráðningasamninga, ásamt innsýn í hvernig ferðaþjónustufyrirtæki með 48 starfandi þjóðerni hefur stuðlað að fræðslu og jákvæðri menningu á vinnustað.
Kíktu á upptökuna hér: Ráðningar og Z kynslóðin.
Næsti Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 14. maí kl. 9
Aðeins er rúmur mánuður í að næsti Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fari í loftið svo það er tilvalið að taka tímann frá.
Hvað vilt þú heyra um á næsta Menntamorgni? Svaraðu stuttri könnun til að koma þinni skoðun á framfæri.