Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.
Alls verða átta fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er sérsniðin að svæðinu og verða málefnin í takt við það sem brennur á ferðaþjónustunni hverju sinni. Á fundunum munu fyrirtæki og hagaðilar deila reynslusögum, góðum ráðum og ræða helstu áskoranir tengdar þjónustugæðum og þjálfun starfsfólks. Auk þess verður boðið upp á pallborð og opnar umræður.
Léttar veitingar verða í boði fyrir þátttakendur og nokkrir heppnir gestir verða leystir út með góðum gjöfum.
Hér má sjá yfirlit yfir dagsetningar fundanna. Nánari upplýsingar um dagskrá hvers fundar verða birtar á hæfni.is þegar nær dregur.
- 8. mars: Borgarnes
- 13. mars: Egilsstaðir
- 15. mars: Suðursveit
- 16. mars: Vík
- 21. mars: Selfoss
- 27. mars: Akureyri
- 17. apríl: Reykjanesbær
- 24. apríl: Ísafjörður
Boðið verður upp á streymi/upptöku
Við hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum ykkur til þess að taka daginn frá.