Vel sótt vinnustofa um gerð starfsmannahandbóka

Í síðustu viku hélt Hæfnisetrið vinnustofu fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu um gerð starfsmannahandbóka með stafrænu sniðmáti. Þar var þeim kennt á opið vinnusvæði á vef Hæfnisetursins sem býður uppá fjölbreytt sniðmát fyrir ferðaþjónustuna, þar á meðal sniðmát að starfsmannahandbók. Sniðmátið auðveldar fyrirtækjunum að vinna sína eigin starfsmannahandbók án þess að þurfa að byrja frá grunni, eða uppfæra eldri útgáfu á notendavænna form.

Vinnustofan fór fram á Teams og var vel sótt með alls 17 þátttakendum. Í upphafi fengu þau kynningu á stafræna vinnusvæðinu og að því loknu gátu þau sem það kusu, hafið vinnu við eigin starfsmannahandbók undir handleiðslu Ólínu og Sólveigar hjá Hæfnisetrinu.


Starfsmannahandbók er dýrmætur stuðningur við mannauðsstjórnun fyrirtækja. Hún tryggir samræmda starfshætti, eykur skilvirkni og bætir bæði þjónustuupplifun viðskiptavina og starfsánægju starfsfólks.

Nú þegar eru tugir fyrirtækja í ferðaþjónustu að vinna sniðmát að starfsmannahandbók á stafræna vinnusvæðinu okkar sem er öllum opið og endurgjaldslaust.

Hafðu samband