Við fögnum degi íslenskrar tungu á sunnudaginn 16.nóv. Að því tilefni er upplagt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að velta því fyrir sér hver staða íslenskunnar er hjá þeim og hvort þau geti betur í því að styðja starfsfólk sitt í að efla íslenskunotkun. Innflytjendur sem hafa náð árangri í starfi hérlendis eru gjarnan þau sem hafa náð góðum tökum á málinu og þau segja að lykillinn sé að fá að æfa sig daglega, hlusta og spyrja. En í fjölþjóðlegu umhverfi ferðaþjónustunnar gerist þetta ekki sjálfkrafa. Fyrirtækin þurfa að skapa umhverfi sem gerir þetta auðveldara. Á síðunni okkar finnið þið fjölmörg ráð til að efla íslenskunotkun á vinnustaðnum, upplýsingar um íslenskunám , sem og sniðmát að málstefnu – sem skýrir leikreglurnar í tungumálanotkun á vinnustaðnum.
Heyrum hvað Hrvoje Kralj hótelstjóri á Hótel Reykjavík Marina og Hótel Öldu hefur að segja um málið.

