Þó öryggismál í ferðaþjónustu rati öðru hvoru í fjölmiðla, eru þau sífellt í brennidepli hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Fyrirtækin eru stöðugt að leita leiða til að tryggja öryggi jafnt ferðamanna sem starfsfólks – við fjölbreyttar og oft krefjandi aðstæður. Öryggismenning er lykilatriði í þessari vinnu og getur haft afgerandi áhrif á árangur og traust.
Í grein sem birtist á Vísi 15.ágúst fjalla sérfræðingar Hæfnisetursins Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir um hvernig öryggismenning þróast innan fyrirtækja og hvaða skref þarf að taka til að efla hana. Greinin veitir innsýn í mikilvægt ferli sem hefst hjá stjórnendum en getur einungis vaxið og dafnað með virkri þátttöku og skuldbindingu alls starfsfólks.
👉 Lesið greinina í heild sinni hér: https://www.visir.is/g/20252762581d/oryggismenning-hjartad-i-abyrgri-ferdathjonustu
👉 Í stuðningsefni okkar hér má svo finna 6 ráð til að efla öryggismenningu innan fyrirtækis.