Eflum íslensku innan ferðaþjónustunnar

Dagana 25. og 26. mars býður Hæfnisetrið til opinna kynningarfunda á Teams þar sem íslenskan og leiðir til að efla notkun hennar innan ferðaþjónustunnar verða í fyrirrúmi.

Kynntar verða hagnýtar leiðir og fjölbreytt stuðningsefni sem nú er aðgengilegt á síðunni okkar hæfni.is til að efla íslenskunotkun á vinnustöðum. Með því að stuðla að notkun íslensku í ferðaþjónustunni, varðveitum við ekki aðeins þann einstaka fjársjóð sem felst í tungumálinu, heldur styðjum við menningarupplifun gesta og stuðlum um leið að inngildingu innan fyrirtækisins. 

Á fundunum fá þátttakendur að kynnast nýju sniðmáti að málstefnu á stafrænu vinnslusvæði okkar sem er öllum opið. Málstefna skerpir línurnar í því hvernig unnið er með tungumál innan fyrirtækis, hvenær og við hvaða aðstæður eigi að nota íslensku eða önnur tungumál. Málstefna stuðlar einnig að auknu virði, gagnsemi og tilgangi íslenskunnar hjá fyrirtækjum. Þátttakendum mun gefast tækifæri til að læra á sniðmátið og byrja í kjölfarið að skrifa sína eigin málstefnu.

Skráning hér: Eflum íslensku innan ferðaþjónustunnar

Hafðu samband