Vel sóttur Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 18.febrúar

Fyrsti Menntamorgunn ferðaþjónustunnar á nýju ári var afar vel sóttur og greinilegt að margir í ferðaþjónustunni eru að velta fyrir sér sinni stöðu, hvar sé gott að byrja og hvaða skref séu mikilvægust í stafrænni vegferð. Mögulega sköpuðust fleiri spurningar en svör á fundinum, m.a. um tækifæri og áskoranir varðandi spunagreindina rekstri ferðaþjónustufyrirtæja og hvaða ramma eigi að setja um hana. En það er jákvætt að sjá að umræðan er í gangi innan greinarinnar og fyrirtækin að bregðast við þessari óhjákvæmilegu en jafnframt spennandi þróun. Viðburðurinn sem er í boði Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna var haldinn í beinu streymi á Facebook og þegar mest var voru um 140 manns að horfa.

Sérfræðingar á sviðinu héldu fróðleg og skemmtileg erindi og til að nálgast upptöku frá fundinum má smella hér. Við hvetjum einnig ferðaþjónustufyrirtæki til að mæla stafræna stöðu sína með því að taka Ferðapúlsinn.

Hafðu samband