Viltu auka hæfni og efla starfsfólkið þitt?

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú hefur litið dagsins ljós nýtt nám í ferðaþjónustu sem greinin hefur um árabil kallað eftir. Þetta nám er svar við ósk greinarinnar um viðurkennt og hagnýtt starfsnám í ferðaþjónustu sem fer fram bæði á vinnustað og í fjarnámi. Hér er því frábært tækifæri fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu að efla starfsfólkið sitt og styðja þau til aukinnar hæfni og menntunar.

Um er að ræða 90 eininga nám sem skiptist í 40 eininga kjarna og 50 eininga sérsvið. Sviðin eru þrjú: Móttaka gesta, Böð, lindir, lón og Veitingar. Hluti námsins fer fram á vinnustaðnum.

Í tengslum við námið stendur nú til boða raunfærnimat fyrir fólk sem hefur unnið við ferðaþjónustu á einhverju þeirra sviða sem námið nær yfir og hefur því safnað reynslu, þekkingu og færni á vinnustað. Niðurstaða raunfærnimats hefur sama gildi og formlegt nám. Sjá nánar hér

Námið hefst fyrri hluta árs 2025 og er í boði fyrir alla sem hafa unnið þrjú ár í ferðaþjónustu, hafa náð 23 ára aldri og staðist raunfærnimatið. Umsóknartímabil fyrir raunfærnimat fyrir námsárið 2025 stendur nú yfir.

Bæði raunfærnimatið og námið standa jafnt íslenskumælandi sem enskumælandi nemendum til boða og verður í boði rafrænt. Þáttaka er því óháð búsetu.

Framkvæmdaraðilar raunfærnimatsins eru Símey-símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Fræðslunetið Símenntun á Suðurlandi.

Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.

Hafðu samband