Undirbúningur árangursríkra atvinnuviðtala

Stefanía Hildur Ásmundsdóttir frá Hagvangi kom í viðtalsþáttinn „Í stuttu máli“ til að fara stuttlega yfir hvað stjórnendum í ferðaþjónustu ber að hafa í huga við undirbúning atvinnuviðtala.

Meðal annars kom fram að mikilvægt sé að:

  • Undirbúa staðlaðan viðtalsramma – og hafa viðtölin kerfisbundin
  • Fara yfir hvað þú þarft að vita – skilgreindu hvaða hæfni og eiginleika þarf í starfið
  • Vera meðvitaður um eigin hlutdrægni í viðtalinu


Við eigum öll til að vera hlutdrægin og því er mikilvægt stjórnendur sem taka viðtöl séu meðvitaðir um það, þekkja til algengustu birtingarmyndir hlutdrægni og reyna af fremsta megni að gæta hlutleysis.

Dæmi um hlutdrægni er til dæmis úthverf hlutdrægni (e. extrovert bias), þegar við löðumst að fólki sem er opið og hresst, skyldleikjaskekkja (e. affinity bias) þegar við löðumst að fólki sem er líkt okkur sjálfum og staðfestingarskekkja (e. confirmation bias) er þegar við leitum eftir rökum sem styðja okkar málstað og höfnum þeim rökum sem vega á móti eigin skoðunum.

Örþættirnir „Í stuttu máli“ er samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna.

Hafðu samband