Á afmælisráðstefnu SAF í lok síðasta árs hélt Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, erindi sem bar heitið „Munu tæknifyrirtæki taka yfir ferðaþjónustubransann„?
Það voru eflaust margir uggandi yfir slíkri spurningu enda opnaði Tryggvi með „Verið hjartanlega velkomin á hræðsluerindi dagsins!“ en spurningin sjálf var viljandi sett fram til að ögra og varpa ljósi á staðreynd sem við stöndum frammi fyrir.
Tækniþróun fleytir fram á gríðarlegum hraða og það gerir okkur kleift að hrinda í framkvæmd nýjum viðskiptahugmyndum eða breyttri upplifun viðskiptavina, breytingu á þjónustu, samskiptum, og skilvirkni ferla. Óumflýjanlega er stafræn þróun lykilatriði þegar það kemur að samkeppnisforskoti og vexti innan ferðaþjónustunnar.
10 góð ráð til að huga að áður en ráðist er í stafræna þróun
Eflaust eru mörg fyrirtæki nú þegar búin að hefja stafrænu vegferð sína og önnur að velta fyrir sér hvar þau séu stödd út frá nýjustu tækniframförum. Í haust mun Hæfnisetrið í samstarfi við hagaðila birta verkfæri þar sem stjórnendur geta svarað spurningum um stafræna þróun hjá sínu fyrirtæki og fengið í hendur niðurstöður á þeirra stöðu ásamt viðeigandi leiðarvísi um hvernig sé hægt að bæta stöðuna.
Á meðan beðið er eftir því verkfæri er tilvalið að byrja á því að tileinka sér 10 góð ráð fyrir undirbúning stafrænnar vegferðar sem Hæfnisetrið hefur útbúið. Ef fyrirtæki huga að þessum ráðum eru meiri líkur á að stafræna vegferð fyrirtækisins verður áhrifarík og arðbær.
Smelltu á myndina hér að neðan til að nálgast 10 góð ráð sem stjórnendur geta tileinkað sér.