”Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“

Menntadagur atvinnulífsins fór fram í síðustu viku undir yfirskriftinni Göngum í takt – er menntakerfið að halda í við þarfir atvinnulífsins?

ELKO hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins. Árið 2019 hófst markviss og stefnumiðuð vinna í fræðslumálum starfsfólks hjá fyrirtækinu. Markmiðið var og er að skapa jákvæða fræðslumenningu til að stuðla að framúrskarandi þjónustu og ánægju viðskiptavina. Viðurkenningin sýnir að sú vinna hefur borið árangur.

Íslenskukennslu appið Bara tala hlaut viðurkenningu sem Menntasproti ársins. Appið var þróað eftir að forsetisráðherra var með ákall í fyrra um að fyrirtæki þyrftu að sýna ábyrgð og bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsfólk sitt.

 „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki“ sagði Jón Gunnar, framkvæmdastjóri Bara tala.

Stjórnendur í ferðaþjónustu eru hvattir til að bjóða upp á aðgang að appinu fyrir erlent starfsfólk sitt til að efla sjálfstraust þeirra í tungumálinu. Í dag hafa 30 fyrirtæki á Íslandi ásamt 7 sveitarfélögum innleitt lausnina. Fyrirtæki geta sótt um styrk frá stéttarfélögum í gegnum starfsmenntasjóði fyrir niðurgreiðslu af áskriftinni.

Við óskum ELKO og Bara tala innilega til hamingju með góðan árangur.  

Hafðu samband