Nichole Leigh Mosty tekur við hlutastarfi hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Nichole er fædd í Bandaríkjunum en hefur dvalið og starfað á Íslandi í yfir 20 ár. Nichole er með B.Ed – próf í leikskólakennarafræðum og M.Ed próf í náms og kennslufræði. Hún hefur starfað sem Leikskólastjóri, Alþingiskona, Forstöðumaður Fjölmenningarsetursins, Forkona hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á sviði samfélagsþróunar og menntunar. Nichole mun hefja doktorsnám í haust 2024 og rannsaka hlutverk símenntunar í inngildingu.