Menntamorgunn: Aðgerðaáætlun ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00.

Á fundinum verður kynning á megináherslum aðgerðaáætlunnar ferðamálastefnu til 2030. Fyrstu drög aðgerða voru nýlega birt í samráðsgátt. Áhersla fundarins verður á tillögur aðgerða sem efla hæfni og gæði í ferðaþjónustu.

Hægt verður að fylgjast með í streymi á facebook viðburðinum.

Dagskrá:

  • Ávarp frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.
  • Sunna Þórðardóttir, sérfræðingur hjá mennta- og viðskiptaráðuneytinu, kynnir megináherslur aðgerðaáætlunnar.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, og Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Hilton Reykjavík Nordica, kynna aðgerðir um hæfni og gæði í ferðaþjónustu.

Fundarstjóri er Haukur Harðarson, verkefnastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Hafðu samband